• Forsíða
  • Um okkur
  • Greinar
  • Hafa samband

Skilmálar

Uppfært 1.1.2023

Skilmálar vegna notkunar á síðunni Styrkumsóknir.is og undirsíðum.

1. Ábyrgðaraðili

 

Ábyrgðaraðili síðunnar er Þórunn Jónsdóttir, CIF Y6546609H, með aðsetur að Calle Eugenio Peñate Suarez 11, 35215 Telde, Las Palmas, Spáni. Evrópskt virðisaukaskattsnúmer (NEUOSS): EU724005451.   

2. Rafrænar vörur, rafbækur og námskeið

 

Þar sem hægt er að neyta rafrænnar vörur um leið og hún hefur verið keypt er almennt ekki skilaréttur á slíkum vörum. Ef þú ert óánægð/-ur / óánægt með vöruna eða getur einhverra hluta vegna ekki nýtt þér hana eftir kaup þá hefurðu 48 klst. frá kaupum til þess að láta mig vita og við finnum lausn á málinu. 

3. Póstlisti

 

Öllum notendum síðunnar býðst að skrá sig á póstlista. Í hverjum tölvupósti sem sendur er út er boðið upp á afskráningu af listanum. Við afskráningu er tölvupóstfangi og öðrum upplýsingum sem gefnar voru upp við skráningu á listann eytt úr gagnagrunnum. Athugið að ef keypt hefur verið rafræn vara þá haldast þær upplýsingar inni í gagnagrunnum þó að afskráning af póstlista eigi sér stað. Til að fá allar upplýsingar afskráðar úr gagnagrunnum þarf að eyða aðgangi að öllum vörum í leiðinni. Sjá nánari upplýsingar í 6. tölulið. 

4. Trúnaðarupplýsingar

 

Fullur trúnaður ríkir um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp varðandi þjónustu, rafræn viðskipti og skráningu á póstlista. Þar sem vefsíðan er hýst á Íslandi er farið eftir íslenskum lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni hjá Kartra, sem notað er til að halda utan um vörukaup og netfangalista, og hafa aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins aðgang að þeim. Eru slíkar upplýsingar aldrei veittar þriðja aðila, utan þess sem krafist kunni að vera til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar. Allar greiðsluupplýsingar eru dulritaðar af greiðslumiðluninni Stripe, sem notuð er til að taka við greiðslum fyrir rafræn viðskipti.  

5. Hafa samband

 

Viljir þú láta afskrá þig af póstlista, eyða viðskiptagögnum úr gagnagrunni okkar eða fá upplýsingar er varða skilmála þessa, vinsamlegast fylltu út þetta form og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

Um okkur Hafa samband Persónuverndarstefna SkilmálarVefkökustefna

© Þórunn Jónsdóttir. Öll réttindi áskilin.

Við notum vafrakökur til að bæta þjónustu okkar, rekja greiningar, muna kjörstillingar osfrv. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú þessar vafrakökur.
{:lang_general_banner_cookie_privacy} {:lang_general_banner_cookie_cookie}