• Forsíða
  • Um okkur
  • Greinar
  • Hafa samband

STYRKIR

Feb 7 

Written By Thorunn Jonsdottir

Nýtt matsferli fyrir Sprota hjá TÞS

Á fundi Tækniþróunarsjóðs í Nýsköpunarvikunni þann 28. maí 2021 voru kynntar breytingar á matsferli fyrir umsóknir í Fyrirtækjastyrk-Sprota. Breytingarnar eru nokkuð umfangsmiklar og fela í sér að sett verður upp tveggja þrepa kerfi fyrir matsferlið í Sprota og bætt verður við eftirfylgni eftir að styrkur hlýst.

 

Í febrúar 2022 voru breytingarnar innleiddar og er nýtt matsferli eftirfarandi:

 

Fasi 1: Umsókn 1 - Mat 1

 

Í fasa 1 verður lögð áhersla á nýnæmi og verðmætasköpun. Hér er verið að horfa á:

  • verkefnið og markmið þess

  • stöðu þekkingar

  • bakgrunninn og stöðu verkefnis

  • nýnæmið

  • áskoranir

  • viðskiptaleg markmið

 

Aðeins þær umsóknir sem fá A1 eða A2 í einkunn komast áfram í fasa 2.

 

Fasi 2: Umsókn 2 - Mat 2

 

Þær umsóknir sem komast áfram í fasa 2 munu fá 3 vikur frá tilkynningardegi til að fullvinna umsóknina. Umsóknin verður þó opin frá því að opnað er fyrir fyrstu umsóknir í sjóðinn um 6 vikum fyrir umsóknarfrest, svo á meðan beðið er svara úr fasa 1 getur fólk unnið að umsókn í fasa 2.

 

Í fasa 2 verður lögð áhersla á áhrif og framkvæmd og umsóknir metnar út frá:

 

  • stjórnun verkefnis

  • hugverkastefnu

  • leið á markað og tengslum

  • þekkingu og bolmagni

  • verk-, tíma- og kostnaðaráætlun

  • gildi samstarfs

  • innlendum verðmætum

  • Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

 

Úthlutun & eftirfylgni

 

Sjóðurinn hefur þá bætt við eftirfylgni og stuðningi sem veitt er í samstarfi við Icelandic Startups. Stuðningsverkefnið hefur fengið nafnið DAFNA. Þessi fasi felur í sér vinnustofur og stuðning frá ráðgjöfum sem leiðbeina styrkþegum við að skipuleggja næstu skref. Eftirfylgnin stendur styrkþegum til boða tvisvar á ári í kjölfar úthlutunar og er áætlað að bjóða styrkþegum annarra styrkja innan Tækniþróunarsjóðs inn í DAFNA þegar fram líða stundir.

 

Þið getið nálgast umsóknarformið og fylgigögn á rafrænu umsóknarkerfi Rannís (veljið nýja umsókn, Tækniþróunarsjóður og þar fáið þið möguleika á að velja á milli mismunandi styrkjaflokka). Uppfærðar reglur sjóðsins má svo nálgast hér.

 

Gangi ykkur vel!

Um okkur Hafa samband Persónuverndarstefna SkilmálarVefkökustefna

© Þórunn Jónsdóttir. Öll réttindi áskilin.

Við notum vafrakökur til að bæta þjónustu okkar, rekja greiningar, muna kjörstillingar osfrv. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú þessar vafrakökur.
{:lang_general_banner_cookie_privacy} {:lang_general_banner_cookie_cookie}