Stafrænn stuðningur
við styrkumsóknaskrifin.
60 styrkjatækifæri fyrir verkefni á sviði nýsköpunar, matvælaþróunar, ferðaþjónustu, hönnunar, menntunar og samfélagsverkefna.
UMSAGNIR
Ánægðir viðskiptavinir
Þórunn hefur einstakt lag á því að koma efninu frá sér á hnitmiðaðan hátt og hámarka þannig fræðslugildi þess. Ég mæli hiklaust með því fræðsluefni sem hún hefur að bjóða.
Svava Björk Ólafsdóttir
Meðstofnandi RATA og Hugmyndasmiða.
Framkvæmdastjóri Framvís.
Okkur þótti óyfirstíganlegt að skrifa styrkumsókn en fjárfestum í fræðsluefni Þórunnar og sjáum ekki eftir því. Við vorum svo heppnar að fá Fræ styrkinn í fyrstu tilraun og erum sannfærðar um að leiðbeiningar Þórunnar höfðu þar úrslitaáhrif.
Jónína Helga Ólafsdóttir
Meðstofnandi Aþena, Gagnvirk lestrarþjálfun
Ég hafði ekki mikla reynslu af styrkumsóknaskrifum þegar ég leitaði til Þórunnar. Hún var fljót að greina og ná fram því sem skipti máli og með hennar aðstoð náði ég inn styrkjum frá Rannís og Hönnunarsjóði.
Brynja Guðnadóttir
Hönnuður og frumkvöðull
UM STYRKUMSÓKNIR
Rúmlega 15 ára reynsla af styrkumsóknaskrifum
Styrkumsóknir er í eigu Þórunnar Jónsdóttur sem hefur starfað við ráðgjöf á sviði fjármögnunar og styrkumsóknaskrifa í 10 ár og skrifaði þar á undan styrkumsóknir fyrir eigin nýsköpunarverkefni.
Markmið Þórunner er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn ef þeir fá góðan stuðning og réttu tólin til að ná árangri.
Tæplega 300 styrkumsóknir
Þórunn hefur tekið þátt í að skrifa hátt í 300 styrkumsóknir á sínum ferli.
Yfir 30% árangurshlutfall
Meðalárangurshlutfall Þórunnar hjá Tækniþróunarsjóði er rúmlgea 30% á 10 ára tímabili.
Rúmlega 1,5 milljarður í styrki
Þórunn hefur náð í rúmlega 1,5 milljarð í styrki fyrir sína viðskiptavini.*
*að frátöldum skattfrádráttum, en þar hefur Þórunn komið að hátt í 100 umsóknum og er með 98% árangurshlutfall.
Þórunn Jónsdóttir
Stofnandi Styrkumsóknaskrifa og Íslandsdóttur
Algengar spurningar
Hér finnurðu svör við algengum spurningunum.
Ef þinni spurningu er ekki svarað hér fyrir neðan, sendu mér þá vinsamlegast línu á info@thorunn.is
og ég svara eins fljótt og auðið er.
Eigandi Styrkumsókna er búsett á Spáni og reksturinn er skráður á Spáni. Því eru öll uppgefin verð í evrum. Virðisaukaskatti er þó skilað til Íslands í samræmi við reglugerðir á sölu á rafrænum vörum innan Evrópu.
Uppgefið verð er með virðisaukaskatti. Eigandi Styrkumsókna er með skráð evrópskt vsk. númer (NEUOSS): EU724005451.
Eingöngu er hægt að greiða fyrir vörurnar með debet- eða kreditkorti. Ekki er mögulegt að gefa út kröfu í íslenskan fyrirtækjabanka/heimabanka þar sem ég er ekki í viðskiptum við íslenskan banka.
Eigandi og ábyrgðamanneskja Styrkumsókna er Þórunn Jónsdóttir og er síðan rekin á eigin (spænskri) kennitölu. Nánari upplýsingar um Þórunni má finna undir „Um okkur.“
Eftir kaup hefurðu aðgang að viðkomandi vöru á meðan síðan er í rekstri. Breytingar á skilmálum verða tilkynntar með sanngjörnum fyrirvara.
Þar sem rafrænnar vörur er hægt að neyta (taka úr umbúðunum) um leið og hún hefur verið keypt er almennt ekki skilaréttur á þeim. Ef þú ert óanægð/-ur/óánægt með vöruna eða getur einhverra hluta vegna ekki nýtt þér hana eftir kaup þá hefurðu 48 klst. frá kaupum til þess að láta mig vita og við finnum lausn á málinu.
© Þórunn Jónsdóttir.Öll réttindi áskilin.
info@styrkumsoknir.is.
Calle Eugenio Peñate Suarez 11, Residencial La Vega, Loc. 4
35215 Telde
Las Palmas
Spain